02 Jan Saga Body Harmony félagasamtakanna
Kæri hagsmunaaðili
Stjórnarmenn Body Harmony félagasamtakanna hafa fengið fyrirspurnir frá Body Harmony nemendum, Practitioners (i. sérfræðingum) og kennurum, varðandi nýlegar breytingar.
Margar spurningar snúa að skipulagi BHA Inc. sem einhverjir hafa skilgreint sem deild innan samfélagsins. BHA Inc er ekki deild , BHA var stofnað vegna sameiginlegrar löngunar til að færa Body Harmony út til heimsins.
Af þeirri ástæðu viljum við útskýria hvers vegna félagasamtökin voru mynduð og frá hvaða sjónarhorni.
Með vinsemd
Body Harmony Association Inc
Saga Body Harmony félagasamtakanna (e. association)
Fyrir myndun Body Harmony Association Inc (BHA) höfðu nefndarmenn lært, stundað og kennt Body Harmony með stofnanda þess Don McFarland í mörg ár. Sumir nefndarmanna eru meðal reyndstu kennara og sérfræðinga í Body Harmony samfélaginu. Margir nefndarmenn hafa lagt mikinn tíma, fjármuni og ástríðu til uppbyggingar Body Harmony starfsemi sinnar og stöðugrar þróunnar rannsókna Don McFarland. Í sumum tilfellum um áratuga skeið.
Tólf af þrettán stofnendum BHA í nefndinni eru Body Harmony kennarar útskrifaðir frá Don og samfélaginu (i. guild) sem hann stofnaði. Þeir þekkja allir hvernig samfélagið virkaði í gegnum árin.
Don var framúrskarandi meðferðaraðili (e. body worker) og kennari. BHA þráir að arfleið hans Body Harmony blómstri og standi öllum til boða. Því miður bauð samfélagið (e. the guild) aldrei upp á þá þjónustu eða ávinning sem meðlimir vonuðust eftir frá því.
Stutt samantekt á aðalatriðunum hér fyrir ofan:
Það var lítill ávinnigur af þvi að vera meðlimur samfélagsins hvað varðaði stuðning og þjónustu við félagsmenn
Samfélaginu tókst ekki kynna Body Harmony á faglegan hátt í samfélaginu og það var heldur ekki stuðningur í boði til að efla Body Harmony og kynna í gegnum vefinn og heimasíðuna.
Gagnsæi varðandi félagsgjöld samfélagsins og hvað gert var við þau var ekkert.
Stjórnunarhættir voru óljósir og erfitt fyrir meðlimi að hafa áhrif innan samfélagsins.
Það var ekki unnið að samstarfi og sameiginlegum hagsmunum með samtökum óhefðbundina meðferðaaðila á alþjóðavísu.
Það er sjónarmið BHA að samfélagið (e. guild) hafi verið ófært að bregðast við ofangreindum málum og mörgum tækifærum til þess að víkka út Body Harmony samfélagið og gera Body Harmony faglegra.
Hins vegar er það svo að eftir 30 ára meðgöngu Body Harmony í litla samfélaginu er komin tími á að þróa einstaka og ótrúlega líkamsmeðferð sem á erindi við allan heiminn.
Rétt fyrir dauða Don í september 2015 var stofnuð starfsnefnd fyrir Body Harmony Guild (i. samfélagið) með samþykki Dons að Body Harmony yrði í eigu Body Harmony Community. Vonast var til þess að skipun starfsnefndarinnar myndi leiða til umbóta. Nefndina skipuðu Duncan Hogg, Linda McFarland, Lindsay Mcleod, Andrea Royen, Vicki Woller og Rockie Mitchell. Því miður varð enginn árangur af starfi nefndarinnar níu mánuðum síðar. Duncan Hogg, Lindsey McLeod og Andrea Royen sögðu sig úr nefndinni, ósátt við vanhæfni nefndarinnar til að takast á við málefni sem talin hafa verið upp hér að ofan. Þetta var mikið áhyggjuefni í Body Harmony fagfélaginu (e. community) sem hafði vonast eftir jákvæðum og æskilegum breytingum.
Don kenndi okkur að vera áhrifaríkir gerendur í breytingum á lífi okkar, þess vegna…
Eftir að hafa skoðað vinnu starfsnefndarinnar, byrjaði hópur að ræða málin á netinu til þess að kanna möguleika á því að halda vinnunni áfram.
BHA nefndin var stofnuð og hóf að byggja upp faglegt og gagnsætt skipulag í því skini að styðja við og efla Body Harmony á besta mögulegan hátt
Uppbyggingartíminn var notaður til þess að byggja upp af heilindum,hagnýtt og fræðilegt skipulag. BHA ákvað að deila ekki upplýsingum með Body Harmony samfélaginu fyrr en að hægt væri að tilkynna um tryggan vettvang BHA Inc. sem væri fært um að veita á faglegan hátt stuðning við Body Harmony fagfélagið.
Aðilar í stofnnefnd BHA fengu Body Harmony samfélagið Inc. löglega skráð og viðurkennt sem félag sem starfar ekki í hagnaðarskyni (e. nonprofit) þann 19. október 2016.
BHA Inc. býður þér að ganga til liðs við okkur á þessu spennandi ferðalagi án skiptingar eða deildar. BHA er stofnað vegna sameiginlegrar löngunar til þess að færa heiminum þetta fallegt verk og lyfta því upp á faglegra plan. Án þess að fjarlæga það sem gerir það svo einstaklega áhrifaríkt og sérstakt.
Þú er hjartanlega velkomin/nn að vera bæði meðlimur samfélagsins (e. guild) og BHA Inc. ef þú kýst svo.
Body Harmony félagasamtökin eru fyrir alla.